Fannardalshringurinn er gönguleið eftir fjallatindum kringum uppsveit Norðfjarðar. Fyrst farið uppá Goðaborg, síðan gengið eftir fjallabrúnum inná Fönn og út að sunnan útá Hólafjall og niður í Seldal. Leiðin er ekki af léttara taginu, um 30 km löng og heildarhækkun um 2.700 m. 6 manns fóru hringinn að þessu sinni, 28. júlí í blíðuveðri og með útsýn eins og best getur orðið. Lagt var af stað á Goðaborg klukkan 8 og komið í Seldal kl. 11 um kvöldið. 15 tíma ferð. Ína tók á móti okkur með kjötsúpu í Dalseli. Þetta er í annað sinn sem Fannardalshringurinn er genginn. Í fyrra var farið, þá í þoku obbann af leiðinni.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Myndin sýnir ferðina(bláa línan) og er byggð á skráningunni (track) í GPS tæki.

Appelsínugula grafið er hæð yfir sjó á hverjum tíma, skalinn fyrir það er lengst til vinstri og bláa (fjólubláa) grafið sýnir ferðahraðann á hverjum tíma, skalinn fyrir það er lengst til hægri. Neðst er skalinn sem sýnir farna vegalengd.

Við uppgönguleiðina á Goðaborg

Kallfell og Geysárdalur fyrir ofan

Í baksýn talið frá hægri: Ljósártindur, Ljósárskarð, Sauðatindur, Nónskarð, Nóntindur og Hólafjall

Toppurinn á Goðaborg

Útsýni af Goðaborg

Hólafjall í baksýn en gengið var af fjallinu niður í Seldal í lok ferðar

Haldið áleiðis út Eggjar af Goðaborg

Mjóitindur

Mjóifjörður fyrir neðan

Hádegistindur fyrir neðan

Horft inn á Fönn. Fjær sést í Hött og Eldhnjúka

Ofurhugarnir í ferðinni. Þarna getur verið óheppilegt að hrasa

Mjóifjörður

Miðdegistindur fyrir neðan. Sést í veginn yfir Mjóafjarðarheiði

Fjær er Hnúta og Fönn til vinstri við hana

Á Hnútu

Slappað af við Fönn

Horft út eftir Fannnardal. Næst til hægri eru Fannarhnjúkar en fjær sést í Hólafjall. Til vinstri á myndinni er Kallfell og Goðaborg upp af henni

Í baksýn er Hólmatindur við Eskifjörð og Reyðarfjörður þar fyrir utan

Gengið upp Fannarhnjúka

Á Fannarhnjúkum

Leiðin lá yfir tindinn fyrir neðan

Haldið niður af Fannarhnjúkum. Til hægri á myndinni er Ljósártindur og Sauðatindur fyrir aftan hann

Við Ljósártind

Horft út á Sauðatind af Ljósártindi en gengið var upp hornið á fjallinu. Ljósárskarð fyrir neðan

Séð upp Sauðatind

Við topp Sauðatinds

Setið á toppi fjallsins

Útsýni til Hólafjalls

Leiðin út á Hólafjall liggur með fjallseggjunum fyrir neðan. Fjær til hægri á myndinni er Lakahnaus og Miðflóafjall. Fjærst sést í Skúmhött í Vöðlavík

Harðskafi og Ófeigsdalur fyrir neðan

Svartafjall til vinstri á myndinni

Á leið niður af Sauðatindi

Á Nóntindi

Hólafjall

Haldið út á Hólafjall

Komið á topp Hólafjalls

Hólafjall baðað geislum kvöldsólarinnar

Hólafjallseyra

Göngumenn komnir í Dalsel

Kjötsúpuveisla