Fannardalshringurinn er gönguleið eftir fjallatindum kringum uppsveit Norðfjarðar. Fyrst farið uppá Goðaborg, síðan gengið eftir fjallabrúnum inná Fönn og út að sunnan útá Hólafjall og niður í Seldal. Leiðin er ekki af léttara taginu, um 30 km löng og heildarhækkun um 2.700 m. 6 manns fóru hringinn að þessu sinni, 28. júlí í blíðuveðri og með útsýn eins og best getur orðið. Lagt var af stað á Goðaborg klukkan 8 og komið í Seldal kl. 11 um kvöldið. 15 tíma ferð. Ína tók á móti okkur með kjötsúpu í Dalseli. Þetta er í annað sinn sem Fannardalshringurinn er genginn. Í fyrra var farið, þá í þoku obbann af leiðinni.
Ljósm. Kristinn Þorsteinsson
Ferðafélag Fjarðamanna - kt. 690998-2549 - s: 8471690 - ffau@simnet.is