Skip to main content

126472

Fannardalshringurinn er gönguleið eftir fjallatindum kringum uppsveit Norðfjarðar. Fyrst farið uppá Goðaborg, síðan gengið eftir fjallabrúnum inná Fönn og út að sunnan útá Hólafjall og niður í Seldal. Leiðin er ekki af léttara taginu, um 30 km löng og heildarhækkun um 2.700 m. 6 manns fóru hringinn að þessu sinni, 28. júlí í blíðuveðri og með útsýn eins og best getur orðið. Lagt var af stað á Goðaborg klukkan 8 og komið í Seldal kl. 11 um kvöldið. 15 tíma ferð. Ína tók á móti okkur með kjötsúpu í Dalseli. Þetta er í annað sinn sem Fannardalshringurinn er genginn. Í fyrra var farið, þá í þoku obbann af leiðinni.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Myndin sýnir ferðina(bláa línan) og er byggð á skráningunni (track) í GPS tæki.

Appelsínugula grafið er hæð yfir sjó á hverjum tíma, skalinn fyrir það er lengst til vinstri og bláa (fjólubláa) grafið sýnir ferðahraðann á hverjum tíma, skalinn fyrir það er lengst til hægri. Neðst er skalinn sem sýnir farna vegalengd. 

Við uppgönguleiðina á Goðaborg

Kallfell og Geysárdalur fyrir ofan

Í baksýn talið frá hægri: Ljósártindur, Ljósárskarð, Sauðatindur, Nónskarð, Nóntindur og Hólafjall

Toppurinn á Goðaborg

Útsýni af Goðaborg

Hólafjall í baksýn en gengið var af fjallinu niður í Seldal í lok ferðar

Haldið áleiðis út Eggjar af Goðaborg

Mjóitindur

Mjóifjörður fyrir neðan

Hádegistindur fyrir neðan

Horft inn á Fönn. Fjær sést í Hött og Eldhnjúka

Ofurhugarnir í ferðinni. Þarna getur verið óheppilegt að hrasa

Mjóifjörður

Miðdegistindur fyrir neðan. Sést í veginn yfir Mjóafjarðarheiði

Fjær er Hnúta og Fönn til vinstri við hana

Á Hnútu

Slappað af við Fönn

Horft út eftir Fannnardal. Næst til hægri eru Fannarhnjúkar en fjær sést í Hólafjall. Til vinstri á myndinni er Kallfell og Goðaborg upp af henni

Í baksýn er Hólmatindur við Eskifjörð og Reyðarfjörður þar fyrir utan

Gengið upp Fannarhnjúka

Á Fannarhnjúkum

Leiðin lá yfir tindinn fyrir neðan

Haldið niður af Fannarhnjúkum. Til hægri á myndinni er Ljósártindur og Sauðatindur fyrir aftan hann

Við Ljósártind

Horft út á Sauðatind af Ljósártindi en gengið var upp hornið á fjallinu. Ljósárskarð fyrir neðan

Séð upp Sauðatind

Við topp Sauðatinds

Setið á toppi fjallsins

Útsýni til Hólafjalls

Leiðin út á Hólafjall liggur með fjallseggjunum fyrir neðan. Fjær til hægri á myndinni er Lakahnaus og Miðflóafjall. Fjærst sést í Skúmhött í Vöðlavík

Harðskafi og Ófeigsdalur fyrir neðan

Svartafjall til vinstri á myndinni

Á leið niður af Sauðatindi

Á Nóntindi

Hólafjall

Haldið út á Hólafjall

Komið á topp Hólafjalls

Hólafjall baðað geislum kvöldsólarinnar

Hólafjallseyra

Göngumenn komnir í Dalsel

Kjötsúpuveisla