Skip to main content

126472

Núna eru afrek í tísku hjá útivistarfólki. Að ganga, hlaupa eða hjóla landið þvert og endilangt, eða hringinn, eða fara um fjallgarða. Í fyrra fór Kiddi að leita að einhverju verðugu verkefni hér á okkar slóðum, svona til að austfirskir göngumenn yrðu gjaldgengir í samanburðinum. Þannig varð Fannardalshringurinn til. Leiðin frá Goðaborg og inná Fönn hefur verið gengin og var þekkt en hinn hluti leiðarinnar um tindana frá Fönn og útá Hólafjall hefur lítt verið farinn og hefur því Kiddi átt ófáar ferðir uppúr Eskifirði til að kanna þá leið og safna GPS slóðum. Það var svo ákveðið að ferðin yrði laugardaginn 6. ágúst klukkan 8.00 frá Fannardal. 6 manns mættu og fóru fyrirhugaða leið, fyrst uppá Goðaborg og síðan eftir eggjum og tindum inná Fönn og út að sunnan útá Hólafjall og niður í Seldal, sjá mynd hér fyrir neðan. Veðrið var hefðbundið nútíma austfirskt sumarveður, þoka á fjöllum og lítið skyggni, fyrr en vel var liðið á ferðina þá birti til.
Leiðin var um 33 km löng og heildarhækkun um 2700 m. Ferðin tók rétt rúma 14 tíma. Að minnsta kosti tveir þátttakenda hafa þegar uppi yfirlýsingar um að fara þetta aftur í björtu. - Árni R.

Gönguleiðin, blásvarti ferillinn

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

F 143 00 A

F 143 01

F 143 02

F 143 03

F 143 04

F 143 05

F 143 06

F 143 07

F 143 08

F 143 09

F 143 10

F 143 11

F 143 12

F 143 13

F 143 14

F 143 15

F 143 16

F 143 17

F 143 18

F 143 19

F 143 20

F 143 21

F 143 22

F 143 23

F 143 24

F 143 25

F 143 26

F 143 27

F 143 28

F 143 29

F 143 30

F 143 31

F 143 32

F 143 33

F 143 34

F 143 35

F 143 36

F 143 37

F 143 38

F 143 39

F 143 40

F 143 41

F 143 42

F 143 43

F 143 44

F 143 45

F 143 46

F 143 47

F 143 48

F 143 49

F 143 50

F 143 51

F 143 52

F 143 53

F 143 54

F 143 55

F 143 56

F 143 57

F 143 58

F 143 59

F 143 60

F 143 61

F 143 62