Skip to main content

126472

Aðalfundur Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 24. mars 2011 í Bókasafninu á Reyðarfirði. Auk venjulegra aðalfundarstarfa afhentar fjallavörður til þeirra sem urðu Fjallagarpar Fjarðabyggðar á síðasta ári. Þórhallur Þorsteinsson sýndi síðan myndir frá Hornströndum og eins og venjulega var endað með kaffi og kökum.

Hér eru þau að byggja sig upp fyrir fundinn, Lulla formaður, Rúna ritari og Rúnar formaður húsanefndar

Lulla formaður í ræðustól

Fjallavörðurnar

Ína er að vinna að gerð nýs göngukorts af okkar svæði. Hér er hún að kynna frumdrög þess. Hægra megin er Benti fundarstjóri og Lulla formaður

Alls voru það 32 sem urðu Fjallagarpar Fjarðabyggðar í fyrra. Hér eru þeir sem voru á fundinum komnir með vörðurnar