Skip to main content

126472

Að kvöldi 30. apríl 2010 gengu 25 manns og 1 hundur gamla veginn um Götuhjalla, sem líka er kallaður Eyrarhjalli. Þessi vegakafli var einn sá erfiðasti á leiðinni milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, þar til hann var lagður af 1974. Þá var vegurinn færður niður að sjó. Við þá framkvæmd var gríðarlega mikið efni sprengt fram, um 25.000 rúmmetrar í einni sprengingu. Þetta er álíka mikið efni og kom útúr öllum Oddskarðsgöngunum, sem voru einmitt grafið á svipuðum tíma. Miðaldra menn og eldri hér um slóðir eiga margir hverjir misgóðar minningar um vetrarferðir yfir Götuhjallann þar sem gjarnan voru svellbólstrar og ófærð.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson

Einar Þorvarðarson, leiðsögumaður í ferðinni

Hólmar og Hólmanes handan fjarðar. Svartafjall ber yfir hólmana

Sér inn Reyðarfjörð

Eyri nær og Gríma fjær

Brúin á Klifalæk