Skip to main content

126472

Átta manns gengu í björtu veðri í kvöldsvalanum inn með Selá á föstudagskvöldið 11. júní. Farið að Víðimýrafossi og þaðan til baka, í stefnu á Hengifoss að gömlum nátthaga, heilmiklu mannvirki með stórri tóft innan garðs. Ofan við nátthagann rennur Kvíalækur en þessi mannvirki öll munu vera frá þeim tíma að Skorrastaðarklerkur hafði í seli í dalnum sem fyrrum hét Seljadalur. Neðan bæjar í Seldal er göngubrú, stálbitabrú frá 1962 en þar hefur verið brú síðan 1904. Það var ró yfir mannskapnum, enginn að flýta sér og  við nutum fegurðar náttúrunnar, fuglasöngs og fossaniðar.   -  Ína D. Gísladóttir fararstjóri.

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson