Skip to main content

126472

Mikill og góður starfsdagur í blíðskaparveðri. Unnið við vatnsveitu, síuskipti og tengingar á sturtu og klósettum. Standa nú vonir til þess að vatnsmálin verði í góðu horfi í sumar. Það var skipt um upplýsingaspjöld þar sem við átti, viðrar, þurrkað af, þvegnir gluggar úti og inni, borið á pall og útiborð og húsið hreinsað þar til það glansaði, skipt var um batterí í reykskynjurum, tengdur gasskynjari, klósetthurð fékk pumpu – og svo var hellt uppá, grillað og étið. Allir gerðu gagn og fóru heim hressir og endurnærðir. Alls komu 13 manns að verkum þennan dag, en síðastliðinn mánudag var hafist handa og gerður listi yfir það sem kaupa þurfti.
Húsið á Karlsstöðum er félaginu til sóma, þökk sé því vaska liði sem leggur á sig að hlúa að því jafn myndarlega.

Ljósm. Ína D. Gísladóttir

Andakt

Morgunsopinn

Bíður betri tíma

Bjástur

Bras

Eftirréttur

Hugsað og framkvæmt

Morgunsopinn

Nammi namm

Næring

Skúrað út úr dyrum

Spjall

Tengja

Uppvask

Viðra