Skip to main content

126472

Eins og myndirnar bera með sér var besta veður, fremur stillt og svalt þegar lagt var af stað í hina hefðbundnu hátíðargöngu frá Norðfjarðarvita í Páskahelli. Sólfar gaf ekki tilefni til sólardans þetta árið en undirritaðri er ekki grunlaust um að selir hafi smeygt sér í hami sína og rennt sér niður í voginn fram af hellinum þegar göngufólk, enn í hvarfi við hellinn, stóð við Bolabás og rifjaði upp sögur af bola Páls í Hrauni. Eins og séð verður á myndum var þetta hressandi indælis ganga, fremur fámennt en sannarlega góðmennt eins og ævinlega. Sleipt var í vatnsaganum utan og innan við hellinn og látlaus en falleg tilþrif haföldunnar þar sem hún lék á sjávarhörpuna, hnöttóttar misstórar ljósar steinvölur. Ljós og land aldrei eins, hver páskadagsmorgun ber með sér blæbrigði svo sem sjá má á myndum sem nú spanna um áratug.
Tíu manns gengu 2009 sem er í færra lagi, en á fjölda þátttakenda eru talsverð áraskipti. Undirritaðri finnst þessi ganga vera hápunktur páskanna. Í Páskahelli er fegurð himinsins innan seilingar.
Ína Dagbjört Gísladóttir

Árni jarðfræðingur skoðar holur eftir steingerð tré með staf sínum

Best að fara gætilega í hálkunni

Dúfur íbúar úr hellisbrúninni fljúga til byggðar í ætisleit

Fjölskylda Boggu frá Höfðabrekku Mjóafirði, fjallageitur

Hátíðleiki

Hér sitja gamlir Mjófirðingar og spjalla

Hnöttóttar steinvölur í Páskahelli

Holurnar í berginu geyma fjársjóði, steina og stundum hreiður smáfugla

Horft ofan í voginn utan Páskahellis ofan frá

Klukkan er orðin sex og átta mættir

Landslag og fólk

Maðurinn er lítill í stórbrotinni náttúru

Við Brytaskála

Pjetur í stærstu rústinni á Brytaskálum

Sá níundi á bergganginum sem myndar Bolabás þar sem Páll í Hrauni geymdi bolann sinn

Siggi situr flötum beinum innrammaður í Múlana sem ganga út í Norðfjarðarflóann

Sjávarharpan samspil hnöttóttra steinvala og haföldunnar

Stóri steinninn er kominn ofan úr hlíðinni

Sumir mæta ár eftir ár og fá sér gjarnan sopa saman í ferðarlokin

Tanginn sem rammar inn Páskahelli að utan

Vatnsýringur fram af bergbrún og niður í fjöru

Við verbúðarrústirnar að Brytaskálum

Þar fyllti hópurinn tuginn, sá tíundi kom á fleygiferð að ofan