Skip to main content

126472

Fórum tólf yfir Lambeyrarskarð laugardaginn 16. ágúst 2008 frá skotsvæðinu í Kolabotnum Eskifjarðarmegin og er þetta fyrsta hópferðin sem farin er með ferðafólk um Skarðið. Hæð þess 840 metrar og lega olli því að um það varð ekki umferð á fyrri tíð, nema helst sauðkinda og síðustu áratugi hreindýra. Um Skarðið er greiðfært og afskaplega fallegt útsýni úr því yfir Norðfjörð og til hafs. Leiðin lá um lindasvæði báðu megin, að sunnanverðu um vatnsból Eskfirðinga og gengið var með lindalæk Norðfjarðarmegin sem fellur í Selá innan við Þrepahrygg. Þaðan eru fjölmargir fossar og flúðir, stuðlaberg og margvíslegir klettaveggir sem prýða árgilið allt til bæjar í Seldal. Á Víðimýrum var farið yfir engjalönd með fjölda heytófta frá gamalli tíð. Veðrið var blítt og kjörið til útivistar og myndirnar tala sínu máli.
Ína fararstjóri

Ljósm. Kristinn Þorsteinsson og Ína D Gísladóttir