Skip to main content

126472

Sandfellið er við Fáskrúðsfjörð utanverðan, að sunnan. Það er talið eitt besta sýnishorn bergeitils á norðurhveli jarðar.

Ljósm. Kristinn, Árni, Einar og Sigurborg.

Sandfellið. Í forgrunni er endamerking á gönguleið yfir Víkurheiði, milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Aðeins 6 mættu, sem mátti þó teljast gott miðað við veðrið. Það var kalt, stíf norðanátt og mátti alveg eiga von á rigningu eða slyddu.

Einar Þórarinsson jarðfræðingur var fararstjóri og uppfræddi um jarðfræðina.

Árbók F.Í. 2002 skrifar Hjörleifur Guttormsson um sunnanverða Austfirði norður til Fáskrúðsfjarðar. Þar er þessi umfjöllun um Sandfell á bls. 253

Hrossagaukur flaug undan okkur og hafði sá legið á fjórum eggjum.

Gönguleiðin á Sandfell liggur inn með því að austan, með Víkurgerðisá, inn Fleinsdal og upp það að suðaustanverðu.

Hér sjást jarðlög, sunnan við Sandfell, sem hafa lyfst nánast upp á rönd.

Útsýn til hafsins. Skrúður.

Fjórir úr hópnum létu sig hafa það að fara uppá topp Sandfells. Þar blés ansi hressilega en hafði birt vel upp.

Sér inn Fáskrúðsfjörð

Á toppnum

Þessi mynd er tekin til norðausturs af Sandfelli, yfir Fáskrúðsfjörð. Hér sjást fjær m.a. Snæfugl og Sauðatindur norðan Reyðarfjarðar og Skúmhöttur norðan Vaðlavíkur.

Jarðlögin uppreistu séð af Sandfelli.

Fáskrúðsfirðingar hafa sett gestabækur á helstu fjöll við fjörðinn og töluverður gestagangur virðist vera á Sandfellinu.

Til að ná aftur tapaðri orku var auðvitað farið á Sumarlínu, kaffihús Fáskrúðsfirðinga. Hér eru Sibba og Lilja við tertuskápinn.

Kaffihúsið Sumarlína.

Sandfellið, frá Búðum.