Skip to main content

126472

Á haustin hefur það verið fastur liður í dagskrá Ferðafélagsins að taka eina svokallaða Lúxushelgi á Karlsstöðum. Þá hafa menn mætt í Karlsstaði á laugardagsmorgni, farið í gönguferð um nágrennið og aðra á sunnudaginn en setið veislu á laugardagskvöldið og gist í skálanum.

Kristinn Þór með hreindýrshorn sem hann fann á fjalli

Hér axla menn skinn sín fyrir laugardagsgönguna

Hópurinn, nema ljósmyndarinn

Fossaröð í Dysjardalsá, upp af Karlsstöðum

Myndin tekin til baka út Víkina. Karlsstaðir á miðri mynd

Skollakambur. Hann er óvíða

Hádegislúr

Hreindýraveiðimenn að sunnan

Og fleiri veiðimenn. Hreindýrin ekki alveg í skotfæri

Austan Dysjardals. Á þessum slóðum eru oft hreindýr

Berjaspretta var með almesta móti í sumar

Ferðinni var heitið út á Viðfjarðarmúla en þoka villti sýn og Skammidalur og Vindháls týndir. Víglundur tekur samt stefnuna.

Rýnt í kortið. Það er bagalegt að Landmælingar skuli ekki hafa kindagöturnar inná sínum kortum

Hér hefur aðeins birt til og sér út Viðfjörð

Í bakaleiðinni voru allir skikkaðir til að tína bláber, til að hafa með rjóma í deserinn

Víglundur grillmeistari að eiga við lærið

Lulla er greinilega ánægð með salatið

Berjahreinsun

Hlé milli rétta

Á sunnudaginn var gengið útað Krossanesi. Hér er mynd tekin þvert yfir Vöðlavíkina. Skúmhöttur, mikið útsýnisfjall á miðri mynd og Tregadalur þar innan við. Gerpir yst

Krossanes. Byggð lagðist þar af 1944. Sjá árbók F.Í. 2005 bls. 72

Af Krossanesi. Skrúður. Handan við mynni Reyðarfjarðar sést Reyðarfjall, með Halaklett ystan.

Þessar samanröðuðu myndir eru teknar ofan úr fjalli yfir Krossanes. Örnefni færð inná.
Athugið að myndin nær útúr skjánum. Færið hana til hliðar með sleðanum.

Hér hittum við fyrir Þórólf Vigfússon þar sem hann er að vitja ættaróðalsins á Kirkjubóli. Þórólfur var með forláta sjóræningjakíki sem Kiddi er að prófa.