Skip to main content

126472

Hjólað hringinn út Reyðarfjörð - inn Fáskrúðsfjörð og gegnum göngin

Laugardaginn 1. september var hjólaferð á dagskrá Ferðafélagsins. Hjólað var frá gangamunna Fáskrúðsfjarðarganga Reyðarfjarðarmegin, út Reyðarfjörð að sunnan og inn Fáskrúðsfjörð að norðan, alveg inn að göngum og gegnum þau og þá var hringnum lokað. Þátttakendur voru 5 og veður eins og best getur orðið. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Gert klárt Hér er tekin pása við Eyrarhjalla Þernunes Við Hafranes. Fuglinn ber í fjallið Snæfugl, handan fjarðar Á myndinni...

Continue reading

Gengið á Snjóhnjúk

Hin hefðbundna píslarganga ferðafélagsins á föstudaginn langa, 6. apríl var að þessu sinni farin á Valahjalla í Reyðarfirði en gengið var frá Karlsskála. Veður var fremur vott og það snjóaði einnig lítlsháttar.5 mættu í gönguna. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Við upphaf ferðar Karlsskáli Tóftir sjóbúðar við Stekkatanga Við Þeistárbjarg þar sem Þeistá fellur fram af ...

Continue reading

Grænafell á páskadag

Á páskadag 8. apríl var fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði. Lítilsháttar rigning var en að öðru leyti viðraði vel til göngunnar. Páskaegg voru höfð með í för. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Lagt var af stað skammt innan við Geithúsárgil Grænafell til vinstri á myndinni ...

Continue reading

Bæjarrölt í Fáskrúðsfirði

28. apríl var bæjarrölt á Fáskrúðsfirði. Berglind Agnarsdóttir var leiðsögumaður. 40 manns tóku þátt í röltinu. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Berglind til hægri Hús franska safnsins Húsið Tangi til vinstri. Það var áður kaupfélagsbúð og nú hefur Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga endurbyggt húsið af myndarskap Gamla læknishúsið. Nú stendur yfir endurbygging nokkurra gamalla húsa á Fáskrúðsfirði, m.a....

Continue reading

Kvöldganga um Geldingarskarð í Seldal

Föstudaginn 8. júní var kvöldganga þar sem gengið var frá Oddsskarðsgöngum um Geldingaskarð niður í Seldal. 10 mann auk eins hunds mættu í gönguna. Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Við Oddsskarðsgöng, Geldingaskarð í baksýn Komið í Geldingaskarð Haldið niður úr skarðinu ...

Continue reading

Gengið um Álfhóla upp í Jökulbotna í Reyðarfirði að sultarbrandnámu sem þar er

Uppaf Sléttuströnd í sunnanverðum Reyðarfirði heita Jökulbotnar, Innri og Ytri, milli Kambfjalls og Eyrarfjalls. Í Innri-Jökulbotni í 420 metra hæð er surtarbrandsnáma sem var nýtt um tíma snemma á síðustu öld. 9. júní var farið í göngu að námunni, undir leiðsögn Einars Þorvarðarsonar. Námuopið sjálft reyndist enn vera undir snjó. Þarf því að fara seinna til að skoða þetta nánar. Fyrir utan það sem er undir snjónum eru einu ummerkin um vinnsluna hústóft og reiðgata sem liggur niður fjallið. Nánar um surtarbrand Ljósm. Kristinn Þorsteinsson Spáð í gönguleiðina, í átt til...

Continue reading